Tuesday, December 22, 2009

Kisuslagur


"Jerry!, Jerry!, Jerry!" heyrist nú kallað úr áhorfendastæðunum í Charlotte.

Gerald Wallace drullaði yfir gagnrýndi sér stærri menn hjá Kisunum í Bobcats á dögunum eftir að liðið tapaði fyrir Utah á heimavelli. Furðaði sig réttilega á því að liðið hefði ekki fengið nema átta fráköst samtals frá fimmu sinni og fjarka í leiknum.

Þetta eru Tyson Chandler og Boris Diaw sem þarna er verið að tala um.

Við vorum fljót að taka málstað Wallace í þessu dæmi, því stórir menn eiga að frákasta eins og menn, ekki eins og kisur.

Skemmst er frá því að segja að Chandler tók þessu ekkert of vel og bauð upp á 14 fráköst í gærkvöldi. Það dugði þó skammt, því liðið tapaði fyrir endurfæddum drengjunum í New York Nix.

Boris Diaw tók þessu dissi ekki eins persónulega og hirti aðeins 4 fráköst, en hann talar líka reiprennandi frönsku og það er ekkert að marka svoleiðis tappa.

Chandler (Bing) sagði gagnrýni Wallace vera bull og vitleysu og sagði leikmenn Charlotte ekki nógu góða til að hafa efni á því að benda hvor á annan eftir tapleiki. Það má vel vera, en Chandler er að bjóða upp á sjö stig og sjö fráköst að meðaltali í leik og hirðir fyrir það einn og hálfan milljarð í laun á ári! Held að megi nú láta svona kalla heyra það. Vissir þú að Chandler er búinn að gefa ellefu stoðsendingar í allan vetur? Ellefu stoðsendingar!?! Menn missa boltann oftar til félaga sinna í 25 leikjum! Þetta eru Yinka Dare tölur gott fólk!

Og Wallace? Við höfum áður talað um hann hérna á vefsvæðinu. Áhugasamir geta skoðað tölfræði hans hér. Wallace má rífa kjaft við kisur eins og Chandler þangað til kýrnar koma heim okkar vegna.