Sunday, December 27, 2009

Af vélindabakflæði og skóm í skóinn

























Að hugsa sér. Það eru enn jól þó kominn sé 27. desember. Það kallast þriðji í jólum. Það var svo mikið að gera hjá okkur hérna á skrifstofunni um hátíðarnar að við gleymdum að kíkja í skóinn.

Einn af okkur rambaði þannig út í glugga í gær og komst að því, sér til mikillar og óskiptrar gleði, að hann hafði fengið skó í skóinn!!! Hversu svalt er það!?! Sá hinn sami rambar nú um skrifstofuna í splúnkunýjum inniskóm úr Rúmfó sem Kertasleikir var svo vænn að gefa honum rétt áður en hann hljóp upp í fjall í hangikjétið hjá Mömmu Grýlu.

Já, þau eru góð, blessuð jólin. Við erum að vísu búin að tæma alla góðu molana upp úr Gæðagötu-kassa númer tvö (3 kg) og brjóstsviðinn og vélindabakflæðið er í hámarki. Bumban er svo svakaleg að við yrðum dæmd rangstæð oftar en Jermain Defoe og Emmanuel Adebayor til samans ef við tækjum þátt í knattspyrnuleik.

Skítt með það. Við lofum bara bót og betrun á nýju ári eins og venjulega.