Monday, November 30, 2009

Lárusar Sprengingar Franks


Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Svona eins og þegar maður er rekinn fyrir það eitt að tapa sextán fyrstu leikjunum á tímabilinu.

Forráðamenn New Jersey Njéts mátu það svo að Lawrence Frank væri kominn á endastöð með lið sitt eftir áratugarstarf.

Frank vann fyrstu þrettán leiki sína sem aðalþjálfari Njéts á sínum tíma, ef minni okkar svíkur okkur ekki. Sem það gerir reyndar oft. Hlýtur að vera allur frostlögurinn sem við drukkum í menntaskóla.

Það er ekki margt um þennan brottrekstur að segja. New Jersey er samt með alvarlega lélegt lið. Hvort sem Devin Harris er meiddur eða ekki. Byrjunarliðið hljómar meira eins og aukaleikarar í Dynasty-þætti. Brook Lopez, Chris Douglas-Roberts, Trenton Hassell, Josh Boone....(!)