Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA
Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram
nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur
nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu
myndir fjölmiðladagsins 2012.
Toronto hefur fengið til sín nokkra leikmenn og munar þar mest um Kyle Lowry, sem félagið fékk frá Houston.
Lowry fór hamförum á síðustu leiktíð áður en veikindi slógu hann óvænt úr leik. Við erum enn að klóra okkur í höfðinu yfir því af hverju Houston lét hann fara.
Hæfileikar Lowry og nokkur ný andlit nægja þó ekki til að gera almennilegt lið úr Toronto Raptors, því miður. Það er langt þangað til við þurfum að taka þetta lið alvarlega.