Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA
Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram
nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur
nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu
myndir fjölmiðladagsins 2012.
Hvað er að gerast hjá Brúnari og Ryan Anderson á myndinni hér fyrir neðan?
Spennandi hlutir fram undan hjá þessu liði, ekki hægt að segja annað. Og það var eiginlega það eina sem við vildum segja að svo stöddu. Þetta verður bras hjá þeim eitthvað lengur, en vonandi fær Monty Williams bara að halda áfram að byggja upp hjá þeim.