Allir sem á annað borð vita hvað körfubolti er, eru reglulegir lesendur karfan.is. Þess vegna var það stórmerkilegur áfangi í gær þegar þessi traustasti körfuboltavefur landsins átti tíu ára afmæli.
Á svona stórum tímamótum er ekki annað hægt en að fá ritstjórann Jón Björn Ólafsson í smá hlaðvarp og fá hann til að rifja upp gamla tíma, en horfa um leið fram á veginn á innlendum vettvangi í körfunni.
Þú getur hlustað á hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna okkar góðu og sótt það til að setja inn á spilarann þinn - og hlusta þegar þér sýnist, aftur og aftur...