Kerr var engin stjarna, en hann átti stóran þátt í meistaratitlum liðsins frá 1996-98 og skoraði frægustu körfuna sína á ögurstundu eftir sendingu frá Michael Jordan. Þú sérð hana frá nokkrum sjónarhornum á samsettu myndinni hér fyrir ofan.
Þessi karfa hans var kannski merkileg, en lýsingar hans á tilurð hennar eftir að titillinn var í höfn voru miklu betri. Það verður ekki sagt að Warriors-þjálfarinn knái sé húmorslaus, enda höfum við fengið að njóta þess á fjölmiðlafundum í úrslitaeinvíginu sem nú stendur yfir.