Þetta var sannkölluð prófraun fyrir Haukapilta, það var ekkert leyndarmál. Nú er kominn tími á þá að fara að vinna leiki í úrslitakeppni eftir að hafa verið að krúttast og þroskast í nokkur ár. Nú er ekkert í boði að láta sópa sér út í fyrstu umferð, núna er efniviður í Hafnarfirðinum til að fara lengra. Fólk beið enda eftir því.
Haukar - Kef er mjög áhugaverður leikur. Time to grow up, Hawks. #nextlevel
— Baldur Beck (@nbaisland) March 20, 2015
Hafnfirðingar þurfa ekkert að örvænta þó þeir hafi tapað fyrsta leiknum í einvíginu, það er nóg eftir. Þessi leikur var svo jafn að sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Rétt eins og KR-ingar gátu treyst á Helga Magg í gærkvöldi, gátu Keflvíkingar treyst á Össur til að framleiða stig upp úr engu þegar allt var í lás í krönsinu.
Þetta verður hrikalega áhugaverð sería og við getum ekki beðið eftir að sjá hvernig þeir Emil og Kári, sem báðir hótuðu þrennum í kvöld, ná að svara fyrir sig í Sláturhúsinu. Hérna fyrir neðan er slatti af myndum ef þú hefur áhuga.