Ekki mikið löngu síðar gerðist svo þetta náttúrulega.

Shaq hlaup uppreisn æru þegar hann náði í meistaratitilinn árið 2006, þó hann næði takmarkinu með góðri hjálp frá Dwyane Wade
Það hrikti í stoðum deildarinnar þegar Shaquille O´Neal skipti um heimilisfang. Ekki ósvipað og þegar LeBron James gerir það í dag. Vesturdeildin var miklu betri en Austurdeildin fyrir tíu árum alveg eins og í dag, en austrið fékk stórt hlass á vogarskálar sínar þegar O´Neal flutti frá Kaliforníu til Flórída. Aðeins úrvalsleikmenn hafa svona mikil áhrif á valdajafnvægið í deildinni, jafnvel þó þeir séu við það að komast af léttasta skeiði eins og Shaq var þarna.