Spoelstra er á sínu sjötta ári með Miami og er óðum að sanna að kannski sé hann bara ágætis þjálfari eftir allt saman, þó hann hafi ekki getað neitt í körfubolta og byrjað þjálfaraferilinn í vídeóspólunum.
Sigur Miami á Chicago í nótt þýðir að liðið er komið með 39 sigra og fjórtán töp. Þetta er fjórða árið í röð sem Miami er 39-14 á einhverjum tímapunkti í febrúar, sem er dálítið skondið.