Ólíkindatólið Dennis Rodman er jafnan með puttana í öllu sem hann kemst yfir og nýjasta trixið hjá kappanum er að leggja nafn sitt við áfengistegund sem frumsýnd verður í lok mánaðarins.
Um er að ræða Vodka sem fengið hefur nafnið
"Bad Boy" (ís. Pörupiltavodka) og samkvæmt fréttatilkynningu frá Rodman er hann "beittur á bragðið, en um leið klassískur - ég í hnotskurn."
Drykkurinn kemur í hillurnar þann 27. júlí í Kaliforníu. Þetta þýðir væntanlega að Rodman verður ekki áfengislaus næstu árin, jafnvel þó hann verði blankur. Þetta eru... vafasöm tíðindi.