Þannig er það þó mánudaginn 21. janúar árið 2013, þegar stórmestararnir Detlef Schrempf og Hakeem Olajuwon eiga báðir fimmtugsafmæli.
Báðir þessir leikmenn áttu frábæran feril í NBA deildinni á níunda og tíunda áratugnum og eru því flestum körfuboltaáhugamönnum á Íslandi vel kunnugir.
Í tilefni þessa merka áfanga í lífi þeirra beggja, ákváðum við að kíkja inn á myndalager og athuga hvort við finndum ekki nokkrar gamlar myndir af afmælisbörnunum handa ykkur.