Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA
Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram
nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur
nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu
myndir fjölmiðladagsins 2012.
Chandler Parsons er ástfanginn af Jeremy Lin. Svo mikið vitum við um lið Houston Rockets, sem ætti öllu samkvæmt að verða í vandræðum í vetur og missa af úrslitakeppninni.
Reyndu nú að sýna smá stillingu, Parsons!
Lin er kannski orðinn vanur því að fá sjúklega athygli, en öllu má nú ofgera.
Taktu þér tak, Parsons!