Finndu snöggvast lið sem slær Miami út úr úrslitakeppninni 2013...
LeBron James er búinn að vera langbesti körfuboltamaður í heimi í nokkur ár og nú hefur hann dollur og medalíur sem undirstrika það endanlega.
Miami á að verja titilinn ef James heldur heilsu. Liðið er búið að bæta við sig stórskyttum og það eru ágætis líkur á því að Dwyane Wade verði við betri heilsu næsta vor en hann var þegar liðið vann titilinn. Fleiri rök þurfum við ekki til að spá því að Miami vinni þetta aftur, jafnvel þó allir segi að það sé miklu erfiðara að verja titilinn en vinna hann í fyrsta skipti.
Hver á að stöðva þetta lið?


