Ricky Rubio hefur sannarlega reynst liðinu happafengur og hefur pilturinn staðið undir öllu skruminu. Það má samt ekki gleyma þætti Rick Adelman þjálfara í velgengni liðsins. Hann setti sér að laga tvö stærstu vandamál liðsins þegar hann tók við taumunum - tapaða bolta og varnarleikinn.
Það hefur hann gert og Úlfarnir eru allt í einu komnir með fantalið og fullt af strákum sem eru ágætir í körfubolta. Sannarlega skemmtilegir hlutir að gerast í Minnesota.