Korver er með hreint fáránlega nýtingu í þriggja stiga skotum í vetur. Leiðir deildina með 57% hittni þegar stutt er eftir af tímabilinu. Það er betri nýting en margir eru með á vítalínunni.
Það hefur aðeins sex sinnum gerst í sögu NBA að leikmaður hafi verið með 50% nýtingu í þriggja stiga skotum (miðað við ákveðinn lágmarks skotafjölda auðvitað) og í helmingi þeirra tilvika var þar um að ræða gamla refinn Steve Kerr.
Tvö af þessum þremur tímabilum hans komu reyndar á árunum 1995-97 þegar þriggja stiga línan var nær en hún var áður og er í dag og allir héldu að þeir væru langskyttur.
Það er ljóst að Korver setur NBA met í næsta mánuði nema hann kólni mjög hratt.
1990 - Steve Kerr 50,7%
1995 - Steve Kerr 52,4%*
1995 - Detlef Schrempf 51,4%*
1996 - Tim Legler 52%*
1996 - Steve Kerr 51,5%*
2007 - Jason Kapono 51,4%
2010? - Kyle Korver 57%
* - 1995-97 - Styttri lína (6,7 metrar í stað 7,23 metra)